Enski boltinn

Sigurganga Palace stöðvuð

Anton Ingi Leifsson skrifar
vísir/getty
Sigurganga Crystal Palace var stöðvuð í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag, en Palace hafði unnið fjóra leiki í röð.

Tony Pulis, stjóri WBA, stýrði Crystal Palace á síðasta tímabili, en hann snéri á sinn gamla heimavöll og fór með þrjú stigin burt. James Morrison og Craig Gardner sáu um mörkin.

WBA er í þrettánda sætinu með 36 stig, en Palace er tveimur sætum ofar með 42 stig.

Kevin Mirallas tryggði Everton sigur á Burnley með marki í fyrri hálfleik. Ross Barkley klúðraði víti fyrir Everton, einnig í fyrri hálfleik.

Burnley er í erfiðum málum. Liðið er á botninum með 26 stig, en Everton er í tólfta sætinu með 41 stig.

Stoke skaust upp í níunda sæti deildarinnar með góðum sigri á Southampton. Jose Fonte kom Southampton yfir, en mörk frá Mame Biram Diouf og Charlie Adam gerðu út um leikinn fyrir Stoke.

Southampton er í sjötta sæti með 56 stig.

Crystal Palace - West Bromwich Albion 0-2

0-1 James Morrison (2.), 0-2 Craig Gardner (53.).

Everton - Burnley 1-0

1-0 Kevin Mirallas (29.),

Rautt spjald: Ashley Barnes (45. - Burnley).

Stoke - Southampton 2-1

0-1 Jose Fonte (22.), 1-1 Mame Biram Diouf (47.), 2-1 Charlie Adam (84.).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×