Fótbolti

Sif sá gult og skoraði mark | Öruggt hjá Wolfsburg og Avaldsnes

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Sif í leik með íslenska landsliðinu á sínum tíma.
Sif í leik með íslenska landsliðinu á sínum tíma. Vísir/getty
Sif Atladóttir skoraði mark Kristianstads í 1-3 tapi gegn Göteborg í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Sif jafnaði metin fyrir gestina í Kristianstads á 68. mínútu og fékk gult spjald átta mínútum síðar.

Var þetta fyrsta mark hennar fyrir félagið og fyrsta mark hennar fyrir félagslið í tæplega sex ár.

Leikmönnum Göteborg tókst að kreista fram sigurinn á lokamínútunum eftir góðan undirbúning Adelina Engman en Engman skoraði annað mark sitt í leiknum og þriðja mark Göteborg í uppbótartíma.

Í Noregi fékk Hólmfríður Magnúsdóttir einnig gult spjald en komst ekki á blað í 3-0 sigri Avaldsnes á Klopp.

Þórunn Helga Jónsdóttir lék síðustu mínútur leiksins fyrir Avaldsnes sem hefur nú unnið fjóra leiki í röð.

Þá lyftu Sara Björk Gunnarsdóttir og stöllur í Wolfsburg sér upp í efsta sæti þýsku deildarinnar með 2-0 sigri á Duisburg.

Sara lék allan leikinn á miðjunni hjá Wolfsburg en hún bíður enn eftir fyrsta marki sínu fyrir félagið.

Ungverski miðjumaðurinn Zsanett Jakabfi kom Wolfsburg yfir en Alexandra Popp gulltryggði sigurinn undir lok venjulegs leiktíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×