Innlent

Síðustu skref jólaundirbúnings

Harmonikkuspil Margt var um manninn í miðbæ Reykjavíkur í gær þegar landsmenn luku við síðustu verk sín fyrir jólin. Fréttablaðið/Ernir
Harmonikkuspil Margt var um manninn í miðbæ Reykjavíkur í gær þegar landsmenn luku við síðustu verk sín fyrir jólin. Fréttablaðið/Ernir
Jól Það var hátíðarstemning á Laugavegi í gær þegar vegfarendur luku við síðustu jólainnkaup sín. Margt var um manninn og mikið um að vera. Þessi jólasveinn og tónlistarmaður varð á vegi Ernis Eyjólfssonar, ljósmyndara Fréttablaðsins, og létti lund stressaðra vegfarenda með harmonikkuspili. Í dag eru flestar verslanir miðborgarinnar opnar frá tíu til tólf, fyrir þá sem eru á allra síðasta séns. Matvöruverslanir eru margar hverjar opnar lengur. Þá má sjá afgreiðslutíma helstu stofnana sem opnar eru yfir hátíðarnar á síðu 22. - fbj


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×