Fótbolti

Síðustu fimmtíu mínúturnar verða aldrei spilaðar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Arnór Smárason.
Arnór Smárason. Vísir/Getty
Sænska knattspyrnusambandið hefur gefið það út að leikur Helsingborg og Djurgården í fyrstu umferð sænsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta endi með 1-1 jafntefli.

Leikurinn var flautaður af eftir um 40 mínútur þegar stuðningsmenn Djurgården-liðsins ruddust inn á völlinn en þeir voru þá nýbúnir að frétta það að stuðningsmaður Djurgården hafði látist eftir átök í miðbæ Helsingborg.

Leikurinn var fyrst hætt og svo flautaður af og nú er það orðið ljóst að lokatölurnar verði 1-1 og að síðustu fimmtíu mínúturnar verði aldrei spilaðar.

Arnór Smárason sat á varamannabekknum hjá Helsingborg í umræddum leik og kom ekki við sögu á þessum 40 mínútum.  Arnór fékk sitt fyrsta tækifæri í byrjunarliðinu hjá Helsingborg um helgina og skoraði þá eitt marka liðsins í 4-2 sigri á BK Häcken.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×