Innlent

Síðasti mánuður vetrar genginn í garð

Birgir Olgeirsson skrifar
Það er ekki nema mánuður eftir af vetrinum, samkvæmt gamla norræna tímatalinu.
Það er ekki nema mánuður eftir af vetrinum, samkvæmt gamla norræna tímatalinu. vísir/vilhelm
Það má með sanni segja að Þorrinn og Góan hafi leikið Íslendinga grátt nú í vetur þar sem stormviðvaranir Veðurstofu Íslands voru orðnar sem daglegt brauð. Góunni lauk hins vegar í gær og tók einmánuðurinn við í dag sem er sjötti mánuður ársins í gamla norræna tímatalinu og jafnframt síðasti vetrarmánuðurinn. Hann hefst á þriðjudegi í 22. viku vetrar, á tímabilinu 20. - 26. mars.

Samkvæmt gamalli hjátrú boðar það gott vor ef fyrsti dagur einmánaðar er votur. Miðað við veðrið undanfarnar vikur ætti ekki að vera nokkur hætta á öðru en það falli einhverskonar úrkoma víða á landinu í dag og þá þarf bara að vonast til að vetur og sumar frjósi saman sumardaginn fyrsta, 23. apríl næstkomandi, þegar Harpan gengur í garð, fyrsti sumarmánuður ársins. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×