Lífið

Shia LaBeouf með læti: Handtekinn fyrir ölvun á almannafæri

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Skál
Skál Vísir/Getty
Bandaríski leikarinn Shia LaBeouf var handtekinn í Austin í Texas-ríki Bandaríkjanna í gær fyrir ölvun á almannafæri.

Leikarinn frægi sem er líklega þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Sam Witwicky í Transformers-myndunum gerðist einnig svo frakkur að ganga yfir götu þrátt fyrir að þar stæði skýrum stöfum „Gangið ekki yfir götuna“ á skilti.

Vitni sögðu að hinn 29 ára gamli Labeouf hefði hagað sér undarlega, hunsað aðvaranir lögreglu auk þess sem áður hafði honum verið hent út af öldurhúsi í nágrenninu. Var hann staddur í borginni vegna Austin City Limits tónlistarhátíðarinnar sem nú stendur yfir.

Mátti leikarinn dúsa í fangelsi um skamma hríð áður en að honum var sleppt en undanfarin ár hefur hann helst ratað í fjölmiðla sín fyrir uppátæki sín í næturlífinu, fremur en afrek á hvíta tjaldinu.


Tengdar fréttir

Shia LaBeouf í meðferð

Shia LaBeouf er að sögn erlendu slúðurmiðlanna búinn að skrá sig inn á meðferðarstofnun í Los Angeles en leikarinn hefur ekki átt sjö dagana sæla undanfarna mánuði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×