Innlent

Sextíu birkiplöntur grafnar upp og þeim stolið

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Þjófurinn, eða þjófarnir, skildu eftir sig djúpar holur í jörðinni.
Þjófurinn, eða þjófarnir, skildu eftir sig djúpar holur í jörðinni. myndir/Anna Kristín Björnsdóttir
„Þetta eru birkiplöntur sem voru gróðursettar fyrir 10 árum og eru um 1 metir til 1 1/2 metrar á hæð. Okkur finnst þetta hreinn þjófnaður og sorglegt að fólk leggst svona lágt að stela trjám sem aðrir hafa lagt vinnu í að gróðursetja. Við sjáum það líka að það er verið að velja bestu trén“, segir Anna Kristín Björnsdóttir vegna þjófnaðar á trjám í landi á Rjúpnavöllum í Landsveit upp undir Heklu.

Faðir Önnu Kristínar, Björn Halldórsson á jörðina.

„Hann tók fyrst eftir þessu i fyrra og þá var 7 plöntum stolið en hann er ný búinn að taka eftir því að það er búið að stela fleiri plöntum núna og við töldum allavega 60 holur alls,“segir Anna sem tók meðfylgjandi myndir um helgina af holunum sem voru grafnar þegar trjánum var stolið.

Málið er nú til rannsóknar hjá lögreglunni á Hvolsvelli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×