Enski boltinn

Sex íslensk mörk í dramatískum sigri Ljónanna

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Guðjón Valur Sigurðsson skoraði þrjú mörk í kvöld.
Guðjón Valur Sigurðsson skoraði þrjú mörk í kvöld. vísir/getty
Sænska stórskyttan Kim Ekdahl du Rietz var hetja Rhein-Neckar Löwen í Meistaradeild Evrópu í handbolta í kvöld, en hann skoraði sigurmarkið gegn slóvenska liðinu Celje Lasko á heimavelli Ljónanna, 31-30.

Svíinn skoraði sigurmarkið þegar tæpar tvær mínútur voru eftir. Gestirnir fengu tvær sóknir til að jafna metin en án árangurs. Celje tapaði boltanum í lokasókn sinni og náði Löwen að spila út leiktímann.

Ekdahl, sem harðneitar enn þá að spila með sænska landsliðinu, var markahæstur á vellinum ásamt Miha Zarabec í liði Celja í kvöld með sjö mörk. Nýtingin var góð hjá skyttunni en hann skoraði sjö í tíu skotum.

Íslendingarnir skoruðu tvö mörk hvor. Guðjón Valur Sigurðsson skoraði þrjú mörk í fimm skotum og Alexander Petersson þurfti einnig fimm skot til að skora sín þrjú mörk.

Löwen gerði jafntefli við Pick Szeged í fyrstu umferðinni og er því með þrjú stig í B-riðli Meistaradeildarinnar eftir tvo leiki. Celje er með þrjú stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×