Innlent

Sérsveitin yfirbugar mann á Arnarneshæð

Bjarki Ármannsson skrifar
Mikill viðbúnaður var við Haustakur á Arnarneshæð í Garðabæ.
Mikill viðbúnaður var við Haustakur á Arnarneshæð í Garðabæ.
Maður var handtekinn í fjölbýlishúsi við Haustakur á Arnarneshæð í Garðabæ nú fyrir stuttu. Sérsveit lögreglu var kölluð á vettvang en samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni var maðurinn einn í íbúð og óvopnaður.

Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að um fjölskylduerjur hafi verið að ræða og að maðurinn hafi ógnað einhverjum með hnífi.

„Þarna eru deilur og við förum þangað á staðinn með sérsveitinni bara til að vera búin undir það versta,” segir Margeir. „Það var ekkert verið að ógna honum með vopnum eða neitt.”

Maðurinn er nú kominn í fangageymslu og bíður yfirheyrslu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×