Innlent

Séra Kristján tekinn við sem vígslubiskup

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Kristján Björnsson í ræðustól í Skálholti.
Kristján Björnsson í ræðustól í Skálholti. Vísir
Séra Kristján Björnsson tók í dag við embætti vígslubiskups við hátíðlega athöfn í Skálholti. Um 70 prestar og biskupar frá Norðurlöndunum tóku þátt í athöfninni.

Hátíðarmessan og biskupsvígslan hófst klukkan hálf tvö í Skálholtsdómkirkju í dag. Biskup Íslands, frú Agnes M. Sigurðardóttir, vígði séra Kristján til vígslubiskups en Kristján sagði í samtali við fréttastofu fyrr í dag að hann ætlaði sér að reyna að styðja sem mest þá þjónustu sem er í hverri sókn.

„Það er auðvitað heilmikið starf hér í Skálholti en það þarf að sinna umdæminu öllu. Ég hef mikinn hug á því að vera mikið á ferðinni. Ekki flökkubiskup en vera nærri þegar á þarf að halda, á stórum stundum eða á afmælum. Reyna að vera ráðagóður, hjálpa til og reyna að þjóna vel,“ sagði Kristján.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×