Innlent

Segja ríkið hafa haft heimild til að selja landið

Stefán Rafn Sigurbjörnsson og Þorbjörn Þórðarson skrifa
Bjarni Benediktsson, fjármála og efnahagsráðherra, lagði fram á ríkisstjórnarfundi í dag gögn um sölu ríkisins á landi í Vatnsmýrinni til Reykjavíkurborgar.

Salan hefur verið gagnrýnd af samtökunum Hjartað í Vatnsmýrinni sem telur að ekki hafi verið heimild fyrir henni. Forsvarsmenn samtakanna telja að þegar samið var um lokun flugvallarins árið 2013 hafi sama ár verið heimild í fjárlögum fyrir því en að sú heimild hafi fallið niður um áramótin.

Ólöf Nordal Innanríkisráðherra, telur þó ríkið hafa haft fulla heimild til að selja landið.

„Ég held að heimildin hafi verið fyrir hendi þegar þáverandi ríkisstjórn undirritaði samkomulagið í mars 2013,“ segir hún. „Það var gert á grunvelli heimildar sem var í fjárlögum þess árs. Á þeim grundvelli undirritar þáverandi fjármálaráðherra samning sem er ígildi kaupsamnings sem hefur þessa þýðingu. Þegar að hæstiréttur fellur sinn dóm og neyðarbrautinni skal lokað þá raknar þetta eiginlega allt saman upp. Þá sé ég það ekki á neinn annan hátt en að fjármálaráðuneytinu hafi verið skylt að klára þetta mál,“ segir Ólöf og telur sig ekki þurfa að bregðast frekar við gagnrýni á sölu landsins.

Bjarni tekur undir með Ólöfu en segir Reykjavíkurborg hafa sýnt óbilgirni í málinu.

Þorbjörn Þórðarsson, fréttamaður Stöðvar tvö, tók ítarlegra viðtal við Ólöfu Nordal og Bjarna Benediktsson. Nánar verður greint frá þessu máli í kvöldfréttatíma Stöðvar 2 klukkan 18:30 í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×