Innlent

Segja Rammann ekki munu fara í gegn

kolbeinn óttarsson proppé skrifar
Einar K. Guðfinsson og Valgerður Bjarnadóttir standa í ströngu á Alþingi þessa dagana.
Einar K. Guðfinsson og Valgerður Bjarnadóttir standa í ströngu á Alþingi þessa dagana. Fréttablaðið/Daníel
Enn er allt í uppnámi á Alþingi og ekki er vitað hvenær þingi verður frestað fyrir sumarið. Samkvæmt starfsáætlun á að gera það eftir viku og Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, segir að á meðan staðan sé jafn óviss og nú er treysti hann sér ekki til að segja til um hvort það standi.

„Það er allt óbreytt og engin niðurstaða komin í neitt,“ segir Einar.

Ljóst er að þolinmæði stjórnarliða er að minnka gagnvart ræðuhöldum stjórnarandstæðinga. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hætti í miðri ræðu, þar sem hann fékk ekki hljóð fyrir frammíköllum. „Jæja, haldið þið bara áfram að tala, ég skal ekki trufla frekari ræðuhöld hér um fundarstjórn forseta. Gjörið svo vel, ræðustóllinn er ykkar.“

Það er tillaga um rammaáætlun sem setur allt í uppnám og Helgi Hjörvar, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, segir rammaáætlun ekki munu fara í gegn:

„Það vita allir að þetta mál er ekki að fara í gegn og er farið að spilla fyrir öllum sem að því standa. Í landinu eru miklu brýnni verkefni sem þingið þarf að taka á. Það er bara tímaspursmál hvenær ríkisstjórnin áttar sig á því,“ segir Helgi. „Það er útilokað að fallast á það að gengið sé gegn lögum um rammaáætlun og það er ljóst að það verður rætt lengi enn.“

Og miðað við orð flokkssystur Helga, Valgerðar Bjarnadóttur, í umræðunum í gær eru fleiri sama sinnis: „Ég er alveg til í að slá öll met í fjölda ræðna um fundarstjórn forseta ef það þarf til.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×