Segir neyðarlán til Kaupþings hafa verið mistök Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 12. maí 2015 18:30 Geir H. Haarde, sendiherra Íslands í Washington og fyrrverandi forsætisráðherra, segir að það hafi verið mistök að veita Kaupþingi neyðarlán upp á tæplega 80 milljarða rétt fyrir fall bankanna í október 2008. Peningarnir hafi ekki dugað til að bjarga bankanum þar sem þeir fóru í annað en hann reiknaði með. Daginn sem neyðarlögin voru sett veitti Seðlabankinn Kaupþingi neyðarlán upp á tæplega 80 milljarða en þremur dögum seinna var bankinn yfirtekinn af Fjármálaeftirlitinu. Leiðarahöfundur Reykjavíkurbréfs Morgunblaðisins staðhæfði í febrúar að það hafi verið vilji ríkisstjórnar Geirs Haarde sem réð því að Seðlabankinn veitti Kaupþingi lánið á sínum tíma. „Núna höfum við hinsvegar séð löngu seinna og eftir að bankinn var fallinn að hann stóð á mjög veikburða fótum á þessum tíma. Það gátum við ekki vitað og það eru náttúrlega hlutir að gerast heima akkurat þessa dagana sem sýna fram á það að því miður var ekki allt sem sýndist. Og að þetta lán sem bankinn fékk, þetta risastóra lán, dugði ekki til að bjarga honum. Meðal annars vegna þess að þessir peningar fóru í annað en ég hafði reiknað með að þeir færu í,“ segir Geir.Eftir á að hyggja, voru þetta mistök?„Auðvitað er hægt að segja það núna, þegar maður veit allt sem gerðist, að það hafi verið mistök að láta þetta lán af hendi. En það leit miklu betur út þá og vitanlega eru það mistök þegar það tapast miklir peningar. En það er bankinn sem veitti lánið að höfðu samráði við mig. Þannig var þetta,“ segir hann. Davíð Oddsson, þáverandi formaður bankastjórnar Seðlabankans, og Geir ræddu lánveitinguna í síma þennan umrædda dag og er það símtal til á upptöku. Aðspurður segir Geir símtalið ekki skipta máli í þessu samhengi en það var tekið upp án hans vitundar. „Ég hef bara af prinsipp-ástæðum ekki viljað fallast á að það sé hægt að hlera símtöl eða hljóðrita símtöl við forsætisráðherra af hans undirstofnun án þess að hann viti af því fyrr en einu og hálfu ári síðar eins og var í þessu tilfelli,“ segir Geir H. Haarde. Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Sjá meira
Geir H. Haarde, sendiherra Íslands í Washington og fyrrverandi forsætisráðherra, segir að það hafi verið mistök að veita Kaupþingi neyðarlán upp á tæplega 80 milljarða rétt fyrir fall bankanna í október 2008. Peningarnir hafi ekki dugað til að bjarga bankanum þar sem þeir fóru í annað en hann reiknaði með. Daginn sem neyðarlögin voru sett veitti Seðlabankinn Kaupþingi neyðarlán upp á tæplega 80 milljarða en þremur dögum seinna var bankinn yfirtekinn af Fjármálaeftirlitinu. Leiðarahöfundur Reykjavíkurbréfs Morgunblaðisins staðhæfði í febrúar að það hafi verið vilji ríkisstjórnar Geirs Haarde sem réð því að Seðlabankinn veitti Kaupþingi lánið á sínum tíma. „Núna höfum við hinsvegar séð löngu seinna og eftir að bankinn var fallinn að hann stóð á mjög veikburða fótum á þessum tíma. Það gátum við ekki vitað og það eru náttúrlega hlutir að gerast heima akkurat þessa dagana sem sýna fram á það að því miður var ekki allt sem sýndist. Og að þetta lán sem bankinn fékk, þetta risastóra lán, dugði ekki til að bjarga honum. Meðal annars vegna þess að þessir peningar fóru í annað en ég hafði reiknað með að þeir færu í,“ segir Geir.Eftir á að hyggja, voru þetta mistök?„Auðvitað er hægt að segja það núna, þegar maður veit allt sem gerðist, að það hafi verið mistök að láta þetta lán af hendi. En það leit miklu betur út þá og vitanlega eru það mistök þegar það tapast miklir peningar. En það er bankinn sem veitti lánið að höfðu samráði við mig. Þannig var þetta,“ segir hann. Davíð Oddsson, þáverandi formaður bankastjórnar Seðlabankans, og Geir ræddu lánveitinguna í síma þennan umrædda dag og er það símtal til á upptöku. Aðspurður segir Geir símtalið ekki skipta máli í þessu samhengi en það var tekið upp án hans vitundar. „Ég hef bara af prinsipp-ástæðum ekki viljað fallast á að það sé hægt að hlera símtöl eða hljóðrita símtöl við forsætisráðherra af hans undirstofnun án þess að hann viti af því fyrr en einu og hálfu ári síðar eins og var í þessu tilfelli,“ segir Geir H. Haarde.
Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Sjá meira