Innlent

Segir mikla samstöðu hjá SA

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
Þorsteinn Víglundsson
Þorsteinn Víglundsson
„Við höfum ekki fengið neinar tilkynningar um fyrirtæki sem hafa verið eða eru að leita eftir sérkjarasamningum,“ segir Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA).

Aðalsteinn Baldursson, formaður verkalýðsfélagsins Framsýnar á Húsavík, sem er eitt sextán félaga innan Starfsgreinasambandsins (SGS) sem boðað hafa til verkfalls, hefur sagt að áhugi margra fyrirtækja til að ná samningum við SGS sýni að samstaða innan SA sé að riðlast.

Í samtali við Fréttablaðið segir Þorsteinn um að ræða hefðbundið tal hjá formanni Framsýnar þegar komi að kjaradeilum.

„Það hefur svo sem gerst áður að hann hafi talað á þessum nótum.“

Þorsteinn bendir á að samningsumboð aðildarfyrirtækja samtakana liggi hjá SA.

„Þar af leiðandi hafa kjarasamningar sem stéttarfélög gera við fyrirtæki ekki gildi og það þekkir formaður Framsýnar ágætlega. Við höfum nú haft það til siðs að virða skipulag verkalýðshreyfingarinnar og ættu þeir nú að gera slíkt hið sama í þessum átökum,“ segir Þorsteinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×