Innlent

Segir menntamálaráðherra loka framhaldsskólunum fyrir nemendum eldri en 25 ára

Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar
Menntamálaráðherra var á Alþingi í dag sakaður um að loka framhaldsskólunum fyrir nemendum eldri en 25 ára og vísa þeim í staðinn á sautján sinnum dýrari úrræði.

Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, sakaði ráðherrann í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag um aðför að jafnrétti til náms með áformum um að takmarka aðgengi nemenda 25 ára og eldri að framhaldsskólunum. Í raun væri verið að loka námsleið sem kostar 13 þúsund krónur og vísa þess í stað á úrræði sem kosta 225 þúsund krónur.

Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra sagði námsframboð fyrir þennan hóp hafa verið stóraukið síðustu ár og að fjármunum til framhaldsskólanna hefði verið forgangsraðað þannig að áhersla væru lögð á yngri nemendur. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×