Innlent

Segir Íslendinga einstaka

Rússneskur ljósmyndari, sem vinnur nú að því að mynda einn þúsundasta af íbúafjölda Íslands, segir íslensku þjóðina einstaka. Í sumar mun hún ferðast um landið og taka myndir af fólku úr öllum áttum samfélagsins.

Varya Lozenko kom fyrst hingað til lands árið 2007 og heillaðist heldur betur af landi og þjóð. Hún setti sér það markmið að taka myndir af þrjú hundruð og tuttugu Íslendingum en ástæða fjöldans er að hún vill að hver einstaklingur standi fyrir hverja þúsund Íslendinga.

Varya er hálfnuð með verkefnið og mun á næstu vikum mun hún svo ferðast um Vesturland til að taka myndir. Hún leggur upp með að fólkið sem hún myndar sér úr öllum stéttum samfélagins og á öllum aldri.

Myndirnar tekur Varya á gamla sex sinnum sex filmuvél og segist fanga sögur fólksins betur með því að nota filmur í stað stafrænnar tækni. Hún þekkir allt fólkið á myndunum með nafni og segir sér vera vel tekið hvert sem hún fer. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×