Segir gjaldtökuna vel heppnaða Freyr Bjarnason skrifar 18. mars 2014 10:15 Þessir erlendu ferðamenn vildu ekki borga sig inn á Geysissvæðið og fylgdust þess í stað með fyrir utan girðinguna. Fréttablaðið/Pjetur „Heilt yfir hefur þetta gengið alveg prýðilega. Gestir eru jákvæðir og þeir eru boðnir velkomnir og kvaddir,“ segir Garðar Eiríksson, talsmaður Landeigendafélags Geysis, spurður út í gjaldtökuna á svæðinu. „Við erum mjög sátt og höfum bara fundið fyrir velvild og fengið hvatningu mjög víða.“ Mikil umræða hefur verið uppi um gjaldtökuna sem félagið hóf um helgina. Sex hundruð krónur kostar inn á hverasvæðið í Haukadal fyrir þá sem eru eldri en sextán ára en þeir sem eru yngri þurfa ekkert að greiða. Um eitt þúsund ferðamenn heimsóttu svæðið á laugardag og innheimti félagið um fimm hundruð þúsund krónur. Eitthvað hefur verið um að ferðamenn hafa neitað að borga sig inn og þess í stað hafa þeir staðið fyrir utan girðingu eða setið inni í rútu og horft á það sem fyrir augu ber þaðan. Garðar hefur lítið um það að segja. „Þetta er þá partur af einhvers konar aðgangsstýringu og þá er minna álag á svæðinu sjálfu. Fólk hefur bara val og frelsi til athafna. Við gerum enga athugasemd við það.“ Óánægja er með það meðal ferðaþjónustufyrirtækja hversu skammur fyrirvari var á gjaldtökunni. Garðar blæs á þessar athugasemdir. „Við getum engan veginn gert að því. Fyrir átján mánuðum stofnuðum við Landeigendafélagið og kynntum áform okkar bæði þá og síðar. Ef fólk í ferðaþjónustu hefur ekki tekið mark á því getum við í sjálfu sér ekkert gert í því. En við höfum alltaf verið heiðarleg og tilkynnt á öllum stigum um þessi áform og hvergi hvikað.“ Spurður um næstu skref Landeigendafélagsins segir Garðar að eftir fyrstu vikuna verði staðan endurmetin. „Við reynum að læra eitthvað nýtt á hverjum degi.“ Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Sjá meira
„Heilt yfir hefur þetta gengið alveg prýðilega. Gestir eru jákvæðir og þeir eru boðnir velkomnir og kvaddir,“ segir Garðar Eiríksson, talsmaður Landeigendafélags Geysis, spurður út í gjaldtökuna á svæðinu. „Við erum mjög sátt og höfum bara fundið fyrir velvild og fengið hvatningu mjög víða.“ Mikil umræða hefur verið uppi um gjaldtökuna sem félagið hóf um helgina. Sex hundruð krónur kostar inn á hverasvæðið í Haukadal fyrir þá sem eru eldri en sextán ára en þeir sem eru yngri þurfa ekkert að greiða. Um eitt þúsund ferðamenn heimsóttu svæðið á laugardag og innheimti félagið um fimm hundruð þúsund krónur. Eitthvað hefur verið um að ferðamenn hafa neitað að borga sig inn og þess í stað hafa þeir staðið fyrir utan girðingu eða setið inni í rútu og horft á það sem fyrir augu ber þaðan. Garðar hefur lítið um það að segja. „Þetta er þá partur af einhvers konar aðgangsstýringu og þá er minna álag á svæðinu sjálfu. Fólk hefur bara val og frelsi til athafna. Við gerum enga athugasemd við það.“ Óánægja er með það meðal ferðaþjónustufyrirtækja hversu skammur fyrirvari var á gjaldtökunni. Garðar blæs á þessar athugasemdir. „Við getum engan veginn gert að því. Fyrir átján mánuðum stofnuðum við Landeigendafélagið og kynntum áform okkar bæði þá og síðar. Ef fólk í ferðaþjónustu hefur ekki tekið mark á því getum við í sjálfu sér ekkert gert í því. En við höfum alltaf verið heiðarleg og tilkynnt á öllum stigum um þessi áform og hvergi hvikað.“ Spurður um næstu skref Landeigendafélagsins segir Garðar að eftir fyrstu vikuna verði staðan endurmetin. „Við reynum að læra eitthvað nýtt á hverjum degi.“
Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Sjá meira