Innlent

Segir athugasemdir vera ofbeldi

Nadine Guðrún Yaghi skrifar
Juan Camilo, verkefnastjóri Rauða krossins segir ógeðfeldar athugasemdir við frétt um hælisleitenda sem kveikti í sér í gær vera ofbeldi. Það þurfi að bregðast við með fræðslu um hælisleitendur til að koma í veg fyrir hatursfull ummæli í garð þeirra.

Í gær voru sagðar fréttir af því að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafi verið kölluð út að húsnæði Útlendingastofnunar í Víðinesi þar sem hælisleitandi hafði hellt yfir sig bensíni og kveikt í. Maðurinn, sem er frá Makedóníu, hlaut þriðja stigs bruna sár og er illa haldinn á gjörgæslu.

Áfallateymi Rauða krossins var kallað út til að hlúa að íbúum í Víðinesi.

Fjöldi athugasemda birtist við fréttir af málinu meðal annars á Facebook og  hefur vakið hörð viðbrögð.

Úr landi með þetta helvítis pakk, setja þá alla á áramótabrennurnar, það veitir ekki af því að lýsa aðeins upp í skammdeginu er meðal athugasemda sem fólk skrifaði við fréttina.

Þá hefur verið gert grín af manninum sem brenndist og allir hælisleitendur settir undir sama hatt. 

Athugasemdir sem þessar hafa vakið hneykslan annarra og hafa fjölmargir svarað þeim.

Juan stýrir verkefni Rauða krossins Vertu næs, en það er átak gegn fordómum og hatri á Íslandi. Hægt er að sjá viðtal við Juan í spilaranum hér að ofan, en þar er hann ranglega nefndur Ivan og biðjumst við velvirðingar á því.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×