Segir ađ auka ţurfi landsframleiđsluna svo hćgt sé ađ veita meira fé í heilbrigđismál

 
Innlent
15:14 25. JANÚAR 2016
Brynjar Níelsson, ţingmađur Sjálfstćđisflokksins.
Brynjar Níelsson, ţingmađur Sjálfstćđisflokksins. VÍSIR/VILHELM

Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að ekki verði hjá því komist að auka framlög til heilbrigðismála í nánustu framtíð vegna aldurssamsetningar þjóðarinnar. Það megi hins vegar ekki vera á kostnað málaflokka á borð við menntakerfið, lögreglu- og dómsmál og samgöngumál heldur þurfi að auka landsframleiðsluna. Mestu möguleikar þjóðarinnar í því efni, að sögn Brynjars, felist í orkusölu.

Þetta kemur fram í færslu á Facebook-síðu þingmannsins en tilefnið er undirskriftasöfnun Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, þar sem krafan er að Alþingi verji 11 prósentum af vergri landsframleiðslu til heilbrigðismála. Yfir 40 þúsund manns hafa skrifað undir en Brynjar segir að það séu heldur færri en hann gerði fyrirfram ráð fyrir.


Facebook-fćrsla Brynjars Níelssonar
Facebook-fćrsla Brynjars Níelssonar

Þá segir Brynjar:

„Sá hagvöxtur sem hefur fylgt aukinni framleiðslu í tíð þessarar ríkisstjórnar hefur annars vegar farið í almennar kjarabætur með hækkun launa og lækkunar skulda landsmanna og hins vegar í heilbrigðiskerfið. Forgangsröðun núverandi stjórnarmeirihluta ætti því að vera Kára ljós sem og fylgjendum hans. Forgangsröðun fyrri ríkisstjórnar var önnur eins og menn væntanlega muna.

Sumir hafa haldið því fram að til að ná þessu árlegu 50 milljarða í heilbrigðiskerfið þurfi hvorki að auka landsframleiðsluna né draga úr útgjöldum til annarra mikilvægra málaflokka. Ríkið þurfi bara að ná til sín stærri hluta landsframleiðslunnar með hækkun skatta á atvinnulífið og auðlegðarskatt á þá sem eiga meira en 75 milljónir í hreinni eign. Öllum má vera ljóst í ljósi sögunnar að slíkt myndi hvorki auka landsframleiðslu né tekjur ríkisins til lengri tíma litið, heldur þvert á móti.“

Á föstudag, þegar Kári setti undirskriftasöfnunina af stað, tjáði Brynjar sig einnig um hana en þá á vefsvæði sínu og sagði hugmyndir Kára án efa fela í sér skattahækkanir – „þótt við nú þegar tökum til ríkissjóðs hærra hlutfall af landsframleiðslu í gegnum skattkerfið en nokkur önnur þjóð í hinum vestræna heimi.“

Kári svaraði Brynjari, og öðrum þingmanni Sjálfstæðisflokksins, Jóni Gunnarssyni, fullum hálsi á Facebook-síðu sinni í gærkvöldi og sagði þingmennina „hræddari við skattahækkanir en þjáningar og dauða samborgara sinna.“


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Innlent / Segir ađ auka ţurfi landsframleiđsluna svo hćgt sé ađ veita meira fé í heilbrigđismál
Fara efst