Fótbolti

Scholz seldur til Standard - Stjarnan hagnast verulega

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Alexander Scholz færir sig um set í Belgíu.
Alexander Scholz færir sig um set í Belgíu. vísir/getty
Alexander Scholz, danski miðvörðurinn sem lék með Stjörnunni í Pepsi-deildinni árið 2012, hefur verið seldur frá Lokeren til Standar Liege í Belgíu.

Nokkur lið hafa barist um Scholz, sem hefur staðið sig frábærlega í belgísku úrvalsdeildinni, og hafði Standard betur í baráttu við Anderlecht og fjárfestingahóp frá Katar.

Eins og greint var frá í Fréttablaðinu í desember fær Stjarnan tíu prósent af sölunni, en belgískir fjölmiðlar halda því fram að kaupverðið sé þrjár milljónir evra.

Það gera 466 milljónir króna og fær Stjarnan því 46 milljónir í sinn hlut. Áfram halda Garðbæingar að græða á Dananum.

Stjörnumenn hafa hagnast verulega undanfarin misseri, en Íslandsmeistararnir fóru alla leið í umspil um sæti í Evrópudeildinni á síðustu leiktíð sem skilaði félaginu 83 milljónum króna.

Hefði Scholz verið seldur út fyrir Belgíu hefði 0,5 prósent af heildarupphæð uppeldisbótanna runnið til Stjörnunnar þar sem hann spilaði með liðinu í eitt ár þegar hann var tvítugur.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×