Enski boltinn

Schneiderlin og Rodriguez orðaðir við Tottenham

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Morgan Schneiderlin fagnar marki í vetur.
Morgan Schneiderlin fagnar marki í vetur. Vísir/Getty
Samkvæmt Press Association Sport er Tottenham í viðræðum við Southampton um kaupa á franska miðjumanninum Morgan Schneiderlin og enska sóknarmanninum Jay Rodriguez.

Yrði það enn eitt áfallið fyrir Ronald Koeman, nýjan knattspyrnustjóra Southampton. Félagið sem lenti í 8. sæti ensku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili hefur þegar selt marga af lykilleikmönnum síðasta tímabils.

Nú þegar hefur félagið misst Maurico Pochettino, fyrrum knattspyrnustjóra sinn til Tottenham, Luke Shaw til Manchester United, Calum Chambers til Arsenal og Adam Lallana, Dejan Lovren og Rickie Lambert til Liverpool.

Talið er að Southampton vilji fá 27 milljónir punda fyrir Schneiderlin sem gekk til liðs við Dýrlingana aðeins 19 ára gamall árið 2008 þegar liðið var í ensku 1. deildinni.


Tengdar fréttir

Chambers til Arsenal

Calum Chambers er kominn til Arsenal fyrir 16 milljónir punda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×