Innlent

Sautján ára drengur fannst nakinn í miðbænum

Nadine Guðrún Yaghi skrifar
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur nú til rannsóknar mál sautján ára bandarísks pilts sem fannst nakinn úti á götu skammt frá miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt þriðjudags.

Pilturinn er á ferðalagi hér á landi með fjölskyldu sinni. Hann hafði verið á kaffihúsi í miðbæ Reykjavíkur. Aðfaranótt þriðjudags kom leigubílstjóri auga á piltinn nakinn. Hann var fluttur á Landspítalann. 

Grunur leikur á að drengnum hafi verið byrlað ólyfjan en enn sem komið er enginn í gæsluvarðhaldi vegna málsins.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu er rannsókn málsins í fullum gangi og er nú unnið að því að fara yfir gögn úr eftirlitsmyndavélum úr miðbænum. 

Málið er litið alvarlegum augum sökum ungs aldurs piltsins.

Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×