Sanngjörn krafa að fólk leggi sig fram við að tala íslensku Bjarki Ármannsson skrifar 4. febrúar 2016 11:34 Stefanie Bade, þýskur doktorsnemi í íslensku við Háskóla Íslands, segist telja að Íslendingar séu enn ekki mjög vanir því að heyra að hlusta á útlendinga tala íslensku. Hún segir Íslendinga almennt mjög umburðarlynda í garð innflytjenda og tali þeirra en að vísbendingar séu um að fólk tengi erlendan hreim ákveðnum staðalímyndum. Þetta kom fram í viðtali við Stefanie í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar var rætt um rannsóknir hennar á afstöðu Íslendinga til erlends hreims, sem Stefanie mun fjalla um á ráðstefnunni Fræði og fjölmenning um helgina. Stefanie hefur búið á Íslandi í fjögur ár, en hafði lært íslensku í Þýskalandi fyrir þann tíma. Hún segist sjálf fá nær eingöngu jákvæð viðbrögð frá innfæddum þegar hún talar íslensku. „Íslenskan hér er svolítið einsleit, það er kannski pínu framburðarmunur en ekkert meira en það,“ segir Stefanie. „Síðan hefur íslenskan sérstöðu hér á Íslandi, því Íslendingum þykir mjög vænt um íslensku og hún hefur mikla þýðingu fyrir fólk. Það er mjög athyglisvert og eitthvað sem ég verð að taka tillit til í rannsóknum mínum.“ Hún hefur mikinn áhuga á því hvað Íslendingum finnst þegar fólk talar með hreimi. Hún segist hafa verið mjög fegin þegar talsverð umræða fór af stað um málið eftir að Martin Hensch, þýskur jarðskjálftafræðingur hjá Veðurstofu Íslands, las veðurfréttir í Ríkisútvarpinu. „Ég var eiginlega bara mjög fegin, því sú umræða er mjög mikilvæg,“ segir hún. „Það eru ýmis konar þættir sem hafa áhrif á það hvernig við skynjum erlendan hreim. Það eru líka einstaklingsbundnir þættir, til dæmis hversu gamalt fólk er og hversu mikla reynslu fólk hefur af því að umgangast útlendinga. Ég held því fram að Íslendingar séu ennþá ekki mjög vanir því að hlusta á útlendinga.“Sirrý Arnardóttir fjölmiðlakona birti í gær færslu á Facebook-síðu sinni þar sem hún spyr hvort ekki sé hægt að gera þá kröfu að útlendingar í þjónustustörfum hér á landi kunni „alla vega smávegis“ í íslensku.Rúmlega tvítug fékk ég vinnu á veitingastað á Strikinu í Köben af því að ég gat eitthvað í dönsku. Hvers vegna getum við...Posted by Sirrý Arnardóttir on 3. febrúar 2016Þá segist Stefanie halda að Íslendingar krefjist þess að útlendingar á Íslandi leggi sig fram við að tala íslensku. „Mér finnst það mjög sanngjörn krafa en það geta ekki allir lagt sig nákvæmlega jafnvel fram. Útlendingar eru ekki einsleitur hópur, heldur með ólíka sögu og bakgrunn.“Hlýða má á viðtalið við Stefanie í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Sjá meira
Stefanie Bade, þýskur doktorsnemi í íslensku við Háskóla Íslands, segist telja að Íslendingar séu enn ekki mjög vanir því að heyra að hlusta á útlendinga tala íslensku. Hún segir Íslendinga almennt mjög umburðarlynda í garð innflytjenda og tali þeirra en að vísbendingar séu um að fólk tengi erlendan hreim ákveðnum staðalímyndum. Þetta kom fram í viðtali við Stefanie í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar var rætt um rannsóknir hennar á afstöðu Íslendinga til erlends hreims, sem Stefanie mun fjalla um á ráðstefnunni Fræði og fjölmenning um helgina. Stefanie hefur búið á Íslandi í fjögur ár, en hafði lært íslensku í Þýskalandi fyrir þann tíma. Hún segist sjálf fá nær eingöngu jákvæð viðbrögð frá innfæddum þegar hún talar íslensku. „Íslenskan hér er svolítið einsleit, það er kannski pínu framburðarmunur en ekkert meira en það,“ segir Stefanie. „Síðan hefur íslenskan sérstöðu hér á Íslandi, því Íslendingum þykir mjög vænt um íslensku og hún hefur mikla þýðingu fyrir fólk. Það er mjög athyglisvert og eitthvað sem ég verð að taka tillit til í rannsóknum mínum.“ Hún hefur mikinn áhuga á því hvað Íslendingum finnst þegar fólk talar með hreimi. Hún segist hafa verið mjög fegin þegar talsverð umræða fór af stað um málið eftir að Martin Hensch, þýskur jarðskjálftafræðingur hjá Veðurstofu Íslands, las veðurfréttir í Ríkisútvarpinu. „Ég var eiginlega bara mjög fegin, því sú umræða er mjög mikilvæg,“ segir hún. „Það eru ýmis konar þættir sem hafa áhrif á það hvernig við skynjum erlendan hreim. Það eru líka einstaklingsbundnir þættir, til dæmis hversu gamalt fólk er og hversu mikla reynslu fólk hefur af því að umgangast útlendinga. Ég held því fram að Íslendingar séu ennþá ekki mjög vanir því að hlusta á útlendinga.“Sirrý Arnardóttir fjölmiðlakona birti í gær færslu á Facebook-síðu sinni þar sem hún spyr hvort ekki sé hægt að gera þá kröfu að útlendingar í þjónustustörfum hér á landi kunni „alla vega smávegis“ í íslensku.Rúmlega tvítug fékk ég vinnu á veitingastað á Strikinu í Köben af því að ég gat eitthvað í dönsku. Hvers vegna getum við...Posted by Sirrý Arnardóttir on 3. febrúar 2016Þá segist Stefanie halda að Íslendingar krefjist þess að útlendingar á Íslandi leggi sig fram við að tala íslensku. „Mér finnst það mjög sanngjörn krafa en það geta ekki allir lagt sig nákvæmlega jafnvel fram. Útlendingar eru ekki einsleitur hópur, heldur með ólíka sögu og bakgrunn.“Hlýða má á viðtalið við Stefanie í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Sjá meira