Skoðun

Samkeppni á Íslandi

Matthías Ingi Árnason skrifar
Þessi setning er einhverra hluta vegna svo lítils virði hér á landi.

Einokun. fákeppni og samráð virðist hinsvegar eiga sér fastan sess í Íslensku samfélagi.

Nýlega var Mjólkursamsalan sektuð fyrir að beita einokunarstöðu sinni til að lama samkeppnisaðilla (reyndar ekki í fyrsta skipti sem þau eru staðin að því að stunda þessa iðju), þau voru staðin að því að ofrukka fyrirtæki sem ekki var tengt þeim og þar með reyna hamla því að fyrirtækið gæti náð fótfestu á markaði sem þau réðu yfir.

Mjólkursamsalan er að hluta til í eigu Kaupfélags Skagfirðinga (KS, einn stærsti söluaðilli á búfénaði á Íslandi) sem árið 2009 keypti stóran hlut í fyrirtækinu Mjólka ehf, sem á þeim tíma var eini raunverulegi samkeppnisaðillinn við mjólkursamsöluna, þar með var Mjólka ekki lengur samkeppnisaðilli heldur fyrirtæki í eigu sama aðilla og átti samsöluna.

Svo voru olíufélögin staðin að því á sínum tíma að í staðin fyrir að standa í heilbrigðri samkeppni þá samræmdust þau um að fylgja ákveðinni verðstefnu sem ekki myndi skaða hagnað fyrirtækjanna.

Eins gerðist með tvö stærstu byggingarvörufyrirtækin á Íslandi, það eru til upptökur af símtölum þar sem þau ákváðu í sameiningu að hækka almennt vöruverð og samræmast um hvaða vörur væri heppilegt að setja á tilboð hverju sinni.

Síminn og Vodafone (þá Tal) héldust í hendur á sínum tíma hvað verðskrá varðaði, og meðal annars héldu því fram að ekki væri hægt að bjóða upp á frítt erlent niðurhal vegna þess hversu kostnaðarsamt það væri, en svo kom Nova á markað og byrjaði að bjóða upp á frítt niðurhal, þá allt í einu gátu hin tvö fyrirtækin byrjað að bjóða upp á frítt niðurhal (kudos fyrir Nova þar).

Flest öll stór markaðsráðandi fyrirtæki á Íslandi virðast eiga það sameiginlegt að halda því fram að verðskrá þeirra byggist á lágmarks álaggningu og að ekki sé svigrúm til að lækka verð, en í þau fáu skipti sem utanaðkomandi samkeppnisaðilli kemur á markað þá er ekkert mál að lækka verð, undirbjóða samkeppnisaðillan og þar með reyna koma í veg fyrir að samkeppnisaðillinn nái að festa rætur.

Að sjálfsögðu þurfa fyrirtæki að skila hagnaði til að geta haldist áfram í rekstri, en að nota markaðsráðandi stöðu sína til að berja niður lítil fyrirtæki bara til þess að koma í veg fyrir samkeppni og geta haldið áfram að blóðmjólka sauðsvartan almúgan til að moka sem mestum aur í vasa eiganda er bara gjörsamlega siðlaust.




Skoðun

Skoðun

Saman gegn ríkisofbeldi

Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson,Örlygur Steinar Arnaldsson,Sigurhjörtur Pálmason,Simon Valentin Hirt,Kristbjörg Arna E. Þorvaldsdóttir,Ari Logn,Margrét Rut Eddudóttir skrifar

Sjá meira


×