Innlent

Samið verði við Heilsustofnun

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Í heilsuhælinu
Í heilsuhælinu vísir/gva
„Það getur ekki kallast góð pólitík að skera endalaust niður hjá stofnun sem sparað hefur ríkinu stórar fjárhæðir í gegnum tíðina,“ skrifar Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri Hveragerðis, á bloggsíðu sína.

Kveðst Aldís að undanförnu hafa vakið athygli ráðherra og þingmanna á að samningur Heilsustofnunar NLFÍ sé „enn eina ferðina laus“. Hún geti ekki nógsamlega ítrekað mikilvægi þess að gerður verði langur samningur. Halda þurfi húsakosti og tækjum við til að hægt sé að tryggja góðan rekstur til framtíðar.

„Heilsustofnun hefur fyrir löngu sannað að sjúklingar og dvalargestir hafa stórbætt heilsu sína og líðan með dvöl þar og þannig hafa sparast gríðarleg fjárútlát fyrir hið opinbera sem annars þyrfti að sinna fjölda fólks með miklu dýrari úrræðum,“ undirstrikar bæjarstjórinn. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×