Innlent

Samfylkingin með sex fulltrúa - Sjálfstæðisflokkurinn aldrei mælst minni

fréttablaðið/stefán
Samfylkingin sækir enn í sig veðrið í borginni fyrir komandi kosningar og bætir við sig manni í nýrri könnun. Flokkurinn fengi því sex borgarfulltrúa og 34,1 prósent atkvæða. Sjálfstæðisflokkurinn hefur hinsvegar aldrei mælst minni, er orðinn þriðji stærsti flokkurinn í borginni með þrjá fulltrúa. Könnunin var unnin af Félagsvísindastofnun fyrir Morgunblaðið.

Björt framtíð er nú annar stærsti flokkurinn og fengi fjóra fulltrúa og rúm 22 prósent atkvæða. Það er þó töluvert minna fylgi en forveri flokksins, Besti flokkurinn hefur nú, en í síðustu kosningum landaði flokkurinn sex fulltrúum.

Píratar og Vinstri grænir fengju einn fulltrúa hvor samkvæmt könnuninni, en Framsóknarflokkurinn og flugvallarvinir ná ekki flugi og mælast með rúm þrjú prósent og engan mann inni. Sömu sögu er að segja af Dögun sem nær ekki inn manni og mælist með 2,1 prósent og Alþýðufylkingin fengi 0,6 prósent miðað við könnunina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×