Samanlagður brotaferill Annþórs og Barkar 36 ár 20. desember 2012 12:07 Annþór og Börkur við aðalmeðferð. MYND/HALLDÓR BALDURSSON Fjölskipaður Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í dag þá Annþór Kristján Karlsson, 36 ára, og Börk Birgisson, 33 ára, til sjö og sex ára fangelsisvistar fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás, ólögmæta nauðung, frelsissviptingu og tilraunir til fjárkúgunar. Við ákvörðun refsingar var litið til brotaferils Annþórs sem nær yfir 20 ár. Samkvæmt sakarvottorði hans hefur honum 11 sinnum verið gerð refsing frá árinu 1993. Þá var hann dæmdur í átta mánaða fangelsi fyrir skjalafals og þjófnað. Annþór var þá 17 ára gamall. Sama ár var hann dæmdur í 12 mánaða fangelsi fyrir þjófnað. Á næstu árum braut Annþór ítrekað af sér. Það var síðan í apríl árið 2005 sem Hæstiréttur dæmdi Annþór til þriggja ára fangelsisvistar fyrir líkamsárás. Fjórum árum síðar var hann á ný dæmdur í fangelsi í fjögur ár fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Þá hefur Annþór þrisvar rofið skilorðsdóma og þrisvar sinnum rofið reynslulausn.Annþór og Börkur.Þau brot sem Annþór var ákærður fyrir nú áttu sér stað er hann var á reynslulausn, fyrst í október 2011, aftur í desember og síðast í janúar 2012. „Virðast varnaðaráhrif skilorðsdóma eða reynslulausnar engin áhrif hafa á ásetning ákærða til afbrota," segir í dómi héraðsdóms. „Ákærði á sér engar málsbætur."Börkur við aðalmeðferð.MYND/HALLDÓR BALDURSSONBörkur hefur hlotið sjö refsidóma frá árinu 1997 en þá var hann dæmdur í 18 mánaða fangelsi fyrir hótun og líkamsárás. Ári seinna hlaut hann samskonar dóm fyrir líkamsárás og gripdeild. Börkur rauf ítrekað skilorð þessara dóma. Í júní árið 2005 var Börkur dæmdur til sjö og hálfs árs fangelsisvistar fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás, tilraun til manndráps og umferðarlagabrot. Árásin átti sér stað á veitingastaðnum A. Hansen í Hafnarfirði. Þar sló Börkur annan manna ítrekað í höfuðið með öxi. „Ákærði hefur nú verið sakfelldur fyrir tvær sérstaklega hættulegar líkamsárásir, frelsissviptingu, nauðung og tilraun til fjárkúgunar, unnar í samverknaði við aðra meðákærðu. Ákærði á sér engar málsbætur," segir í dómi. Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Sjá meira
Fjölskipaður Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í dag þá Annþór Kristján Karlsson, 36 ára, og Börk Birgisson, 33 ára, til sjö og sex ára fangelsisvistar fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás, ólögmæta nauðung, frelsissviptingu og tilraunir til fjárkúgunar. Við ákvörðun refsingar var litið til brotaferils Annþórs sem nær yfir 20 ár. Samkvæmt sakarvottorði hans hefur honum 11 sinnum verið gerð refsing frá árinu 1993. Þá var hann dæmdur í átta mánaða fangelsi fyrir skjalafals og þjófnað. Annþór var þá 17 ára gamall. Sama ár var hann dæmdur í 12 mánaða fangelsi fyrir þjófnað. Á næstu árum braut Annþór ítrekað af sér. Það var síðan í apríl árið 2005 sem Hæstiréttur dæmdi Annþór til þriggja ára fangelsisvistar fyrir líkamsárás. Fjórum árum síðar var hann á ný dæmdur í fangelsi í fjögur ár fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Þá hefur Annþór þrisvar rofið skilorðsdóma og þrisvar sinnum rofið reynslulausn.Annþór og Börkur.Þau brot sem Annþór var ákærður fyrir nú áttu sér stað er hann var á reynslulausn, fyrst í október 2011, aftur í desember og síðast í janúar 2012. „Virðast varnaðaráhrif skilorðsdóma eða reynslulausnar engin áhrif hafa á ásetning ákærða til afbrota," segir í dómi héraðsdóms. „Ákærði á sér engar málsbætur."Börkur við aðalmeðferð.MYND/HALLDÓR BALDURSSONBörkur hefur hlotið sjö refsidóma frá árinu 1997 en þá var hann dæmdur í 18 mánaða fangelsi fyrir hótun og líkamsárás. Ári seinna hlaut hann samskonar dóm fyrir líkamsárás og gripdeild. Börkur rauf ítrekað skilorð þessara dóma. Í júní árið 2005 var Börkur dæmdur til sjö og hálfs árs fangelsisvistar fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás, tilraun til manndráps og umferðarlagabrot. Árásin átti sér stað á veitingastaðnum A. Hansen í Hafnarfirði. Þar sló Börkur annan manna ítrekað í höfuðið með öxi. „Ákærði hefur nú verið sakfelldur fyrir tvær sérstaklega hættulegar líkamsárásir, frelsissviptingu, nauðung og tilraun til fjárkúgunar, unnar í samverknaði við aðra meðákærðu. Ákærði á sér engar málsbætur," segir í dómi.
Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Sjá meira