Innlent

Sálfræðingur skoðar Alþingi: Reiðin og heiftin stýrir meiru en áður

„Eitt af því sem við horfum upp á eftir hrun á Alþingi, er að átökin virðast persónulegri en áður," sagði Einar Gylfi Jónsson sálfræðingur í samtali við Reykjavík síðdegis í dag en þar var hann beðinn um að skoða Alþingi út frá vísindum sálfræðinnar. Hann segir það tilfinningu flestra að átökin séu ekki eins og þau voru á Alþingi áður, þar sem tekist var harkalega á í ræðustól eða í Kastljósi, en svo virtust átökin ekki ná lengra á milli þingmanna.

„Reiðin og heiftin virðist vera fari að stýra meiru en áður," sagði Einar Gylfi og bætti við að það væri náttúrulega ekki gott.

Einar Gylfi sagði að Alþingi virtist vera afar erfiður vinnustaður í dag. Hann benti á að Alþingi nýtur lítillar virðingar samkvæmt könnunum og að miklar væntingar hefðu verið gerðar til þingmanna eftir hrunið. „Þetta virðist hafa mistekist," sagði Einar Gylfi.

Spurður hvort þingmenn þyrftu jafnvel að fara á reiðistjórnunarnámskeið tók hann ekki svo djúpt í árinni en svaraði því til að það væri kannski gott fyrir þingmenn að fá einhvern stuðning til þess að takast á við vonbrigðin af fyrrnefndum væntingum og eftirköstum hrunsins.

Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×