Innlent

Sækja konu sem hefur snúið sig á ökkla

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Konunni var komið fyrir í fjórhjóli sem flutti hana í björgunarsveitarbíl.
Konunni var komið fyrir í fjórhjóli sem flutti hana í björgunarsveitarbíl. vísir/stefán
Björgunarsveitamenn frá Jökuldal og Egilsstöðum sækja nú slasaða konu staðsetta sunnan við Eyjabakkafoss, austan við Snæfell. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörg.

Miðað við þær upplýsingar sem liggja fyrir er ekki talið að konan sé alvarlega slösuð. Hún er sennilega snúin á ökkla en treystir sér ekki til að halda för sinni áfram.

Björgunarsveitir fóru á staðinn á bílum og fjórhjólum. Konan var flutt á fjórhjóli um kílómetra leið þar sem björgunarsveitarbíll tók við henni og flytur hana áfram til byggða.

Bláa pílan sýnir um það bil hvert þurfti að sækja konuna.kort/loftmyndir.is



Fleiri fréttir

Sjá meira


×