Innlent

Rúta festist úti í miðri Krossá í nótt

Gissur Sigurðsson skrifar
Grafa tók undan rútunni í nótt og voru björgunarsveitir frá Vík og Hellu kallaðar á vettvang.
Grafa tók undan rútunni í nótt og voru björgunarsveitir frá Vík og Hellu kallaðar á vettvang. mynd/björgunarsveitin Dagrenning
Hópferðabíll með 30 erlendum ferðamönnum um borð festist úti í miðri í Krossá í Þórsmörk í gærkvöldi og tók að grafa undan honum.

Skálaverðir úr Húsadal og Langadal ferjuðu farþegana í land og síðan  bílstjórann og sakði engan. Farþegarnir, sem eru ungir Þjóðverjar, tóku atvikinu vel og greip engin skelfing um sig í hópnum. Björgunarsveitir frá Vík og Hellu komu svo á vettvang á stórum trukkum og náðu að draga rútuna á þurrt.

Aðgerðin tók nokkuð langan tíma því að bresmukerfið hafði læst sér. Ferðamennirnir, sem ætluðu að sofa í tjöldum í Þórsmörk í nótt, komust í svefnpokapláss í Húsadal þar sem þeir snæddu morgunverð í morgun og fóru svo að huga að rannblautum farangri sínum í rútunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×