Fótbolti

Rússar verða að útrýma rasisma í fótboltanum fyrir HM 2018

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Yaya Touré var beittur kynþáttaníði í Rússlandi.
Yaya Touré var beittur kynþáttaníði í Rússlandi. vísir/getty
Rússar er vel meðvitaðir um kynþáttaníð á knattspyrnuvöllum landsins enda hafa rússnesk félög fengið nokkrar sektir og heimaleikjabönn í Evrópukeppnum undanfarin ár.

Þessum vírus, eins og Anatoly Vorobyov, framkvæmdastjóri rússneska knattspyrnusambandsins kallar vandamálið, verður að útrýma fyrir HM 2018 segir hann.

„Gestgjafaþjóðin er undir smásjánni núna. Þetta gengur ekki alveg nógu vel,“ segir hann, en Sepp Blatter, forseti FIFA, opinberaði áhyggjur sínur í ræðu í gær.

Blatter vitnaði til rannsóknar sem gerð var af Fare Network þar sem kom í ljós að yfir 200 atvik tengd kynþáttaníði hefðu komið upp á rússneskum knattspyrnuvöllum undanfarin tvö tímabil.

„Við erum með strangar reglur og viðurlög við þessu, kannski þurfum við bara að framfylgja þeim betur,“ segir Anatoly Vorobyov.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×