Enski boltinn

Rooney verður fyrirliði enska landsliðsins

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Wayne Rooney tekur við fyrirliðabandi enska landsliðsins af Steven Gerrard en þetta staðfesti Roy Hodgson á blaðamannafundi rétt í þessu.

Er þetta í annað sinn í mánuðnum sem Rooney er valinn fyrirliði en Louis Van Gaal gerði hann að fyrirliða Manchester United fyrir tímabilið eftir að Nemanja Vidic fór frá félaginu.

Rooney sem verður 29 ára í október er leikjahæsti leikmaður liðsins og fjórði markahæsti leikmaðurinn í sögu enska landsliðsins.

„Hann var augljós valkostur, hann hefur þegar borið fyrirliðabandið í öðrum leikjum fyrir enska landsliðið. Ég ræddi þetta við hann og hann er tilbúinn að takast á við þetta. Hann er vanur því að takast á við stórar áskoranir.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×