Enski boltinn

Rooney stóðst ekki mátið og ákvað að æsa stuðningsmenn City upp á Twitter

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Stuðningsmenn City senda Rooney tóninn eftir að hann skoraði. Hann hlær bara að þeim.
Stuðningsmenn City senda Rooney tóninn eftir að hann skoraði. Hann hlær bara að þeim. vísir/getty
Wayne Rooney skoraði sögulegt mark í kvöld og gamla Man. Utd-manninum leiddist ekkert að það mark skildi koma á heimavelli Man. City.

Þetta var 200. mark Rooney í ensku úrvalsdeildinni en hann er aðeins annar maðurinn sem nær þeim áfanga. Hinn er Alan Shearer.

Rooney fagnaði innilega fyrir framan stuðningsmenn City sem að sjálfsögðu sendu honum tóninn.

Rooney mætti svo á Twitter áðan og hélt áfram að æsa stuðningsmenn City upp: „Alltaf gaman að sjá kunnugleg andlit,“ skrifaði Rooney og birti skemmtilega mynd með eins og sjá má hér að neðan.

Á seinna tístinu má sjá að það voru svo sannarlega kunnugleg andlit að senda Rooney tóninn í kvöld.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×