Enski boltinn

Rooney: Mun ekki spila fyrir annað lið í úrvalsdeildinni

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Wayne Rooney, fyrirliði Manchester United og enska landsliðsins, segir útilokað að hann muni spila með öðru liði í ensku úrvalsdeildinni.

Rooney, sem er þrítugur, hefur spilað með United frá árinu 2004 en enginn leikmaður í leikmannahópi liðsins hefur verið lengur á Old Trafford en hann.

Rooney hefur leikið 520 leiki fyrir United og skorað í þeim 245 mörk. Hann er níundi leikjahæsti leikmaðurinn í sögu félagsins og vantar aðeins fimm mörk til að bæta markamet Bobbys Charlton.

„Ég get glaður sagt, að hvað svo sem gerist í framtíðinni, þá mun ég aldrei spila fyrir annað lið í ensku úrvalsdeildinni,“ sagði Rooney sem fær góðgerðarleik á Old Trafford 3. ágúst þar sem United mætir hans gamla liði, Everton.

Sjá einnig: Rooney: Gríðarlega mikilvægt að byrja á sigri

Rooney og félagar í enska landsliðinu mæta Rússum í fyrsta leik sínum á EM á laugardaginn. Auk Englands og Rússlands eru Wales og Slóvakía í B-riðli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×