Sport

Ronda keppir í fyrsta lagi í desember

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Ronda Rousey.
Ronda Rousey. vísir/getty
Endurkomu Rondu Rousey í búrið seinkar enn eina ferðina þar sem hún gekkst undir aðgerð á hné á dögunum.

Vonir stóðu til að hún gæti keppt á fyrsta UFC-kvöldinu í New York í nóvember. Nú er ljóst að hún mun ekki keppa þá.

Eins og staðan er núna horfir UFC til þess að fá hana aftur í búrið í desember eða janúar. Þá verður liðið rúmt ár frá hennar síðasta bardaga er hún tapaði fyrir Holly Holm. Það var í nóvember á síðasta ári.

„Ég er að vonast til þess að hún berjist í desember. Ef ekki þá vonandi í kringum áramótin,“ sagði Dana White, forseti UFC.

Það er alveg ljóst að næsti bardagi Rondu verður gegn þeirri konu sem er heimsmeistari í bantamvigtinni. Núverandi meistari er Miesha Tate.

MMA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×