Enski boltinn

Romero búinn að semja við Man Utd

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Romero varði mark Argentínu á HM 2010 og 2014.
Romero varði mark Argentínu á HM 2010 og 2014. vísir/afp
Argentínski landsliðsmarkvörðurinn Sergio Romero er búinn að skrifa undir þriggja ára samning við Manchester United.

Romero, sem er 28 ára, þekkir vel til Louis van Gaal, knattspyrnustjóra United, en Hollendingurinn þjálfaði hann hjá AZ Alkmaar í Hollandi.

Romero er fenginn til United vegna óvissunar um framtíð David De Gea sem hefur ítrekað verið orðaður við Real Madrid undanfarna mánuði. Ef Spánverjinn verður áfram í herbúðum United mun Romero veita honum samkeppni um sæti í byrjunarliðinu.

Romero, sem hefur leikið 62 landsleiki fyrir Argentínu, lék síðast með Sampdoria en samningur hans við ítalska félagið rann út í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×