Enski boltinn

Roma sýnir Torres áhuga

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Fernando Torres hefur ekki fundið sig í bláu treyjunni.
Fernando Torres hefur ekki fundið sig í bláu treyjunni. Vísir/Getty
Samkvæmt heimildum Daily Mail hefur ítalska stórveldið Roma áhuga á spænska framherjanum Fernando Torres. Hefur Roma haft samband við Chelsea til þess að kanna stöðuna á spænska framherjanum.

Torres sem gekk til liðs við Chelsea í janúarglugganum árið 2011 fyrir 50 milljónir punda hefur aldrei náð að sýna sitt rétta andlit í Chelsea treyjunni.

Verður hann að öllum líkindum þriðji framherji liðsins í vetur á eftir Diego Costa og hinum 36 árs gamla Didier Drogba.

Roma hefur þegar fengið til liðs við sig fyrrum liðsfélaga Torres hjá Chelsea, Ashley Cole og samkvæmt heimildum breska blaðsins er Torres næsta skotmark liðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×