Enski boltinn

Rodgers: Sunderland er víti til varnaðar

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Rodgers fer yfir málin með Gerrard fyrirliða
Rodgers fer yfir málin með Gerrard fyrirliða vísir/getty
Brendan Rodgers knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarliðsins Liverpool segir lið sitt verð að læra af jafntefli Manchester City á móti Sunderland. Liverpool er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar og vinni liðið fjóra síðustu leiki sína verður liðið enskur meistari.

„Við verðum að læra af þessum úrslitum (á miðvikudaginn). Ekkert er öruggt,“ sagði Rodgers við fjölmiðla í gær um jafntefli Manchester City gegn Sunderland í vikunni.

„Keppinautur okkar má hafa tapað stigum en það skiptir ekki máli, þú þarft að vinna þína leiki.

„Það er enn nokkuð eftir, við verðum að halda einbeitingu og sýna þann karakter sem við búum yfir. Það þarf svo lítið að gerast, smá óheppni eða einföld mistök geta verið dýrkeypt,“ sagði Rodgers.

Liverpool sækir Norwich heim á páskadag klukkan 11:00 í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport 2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×