Enski boltinn

Rio Ferdinand leggur skóna á hilluna

Rio Ferdinand og Nemanja Vidic mynduðu feykilega öflugt miðvarðarpar hjá Manchester United.
Rio Ferdinand og Nemanja Vidic mynduðu feykilega öflugt miðvarðarpar hjá Manchester United. vísir/getty
Rio Ferdinand hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. Þetta tilkynnti hann fyrir skömmu. Ferdinand er 36 ára gamall og lék með fimm liðum á sínum ferli, nú síðast QPR.

Rio Ferdinand kom upp úr hinni þekktu akademíu West Ham en þegar hann var 18 ára var hann lánaður til Bournemouth. Hann sló hins vegar í gegn með West Ham, þaðan lá leiðin til Leeds ári 2000 og tveimur árum síðar fór hann til Manchester United. Hann lék svo í eitt tímabil með QPR, sem varð að sætta sig við fall úr ensku úrvalsdeildinni fyrr í mánuðinum.

Ferdinand missti af síðustu leikjum tímabilsins en 1. maí sl. missti hann eiginkonu sína eftir harða baráttu við krabbamein.

Ferdinand varð sex sinnum enskur meistari á sínum ferli með Manchester United, vann enska bikarinn með liðinu einu sinni og Meistaradeild Evrópu einu sinni svo eitthvað sé nefnt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×