Innlent

Ríkið fái rýmri heimild til að innheimta dómsektir

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Ólöf Nordal
Ólöf Nordal vísir/anton
Væntanlegt er frumvarp innanríkisráðherra um fullnustu refsinga sem veitir innheimtuaðila rýmri heimildir til að kanna eignir skuldara sekta og sakarkostnaðar. Þetta kemur fram í svari ráðherra við fyrirspurn Brynhildar Pétursdóttur.

Í frumvarpinu verður lagt til að innheimtuaðili fái heimild til að kanna eignir sem varðveittar kunna að vera í bönkum, sparisjóðum og öðrum fjármálafyrirtækjum. Hingað til hefur hann haft aðgang að fasteigna-, skipa- og ökutækjaskrár. Þá verður einnig í frumvarpinu það nýmæli að hafi brotamaður átt viðskipti verulega frábrugðin almennum viðskiptavenjum á hálfu ári fyrir brotadag geti innheimtuaðili gengið að þeim sem hans eignum.

Á bilinu 25-35 prósent dómsekta hér á landi innheimtast samanborið við 90-95 prósent í Noregi. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar frá í október 2012 kemur fram að innheimta sekta hér á landi sé ekki nógu skilvirk og erfitt sé að beita vararefsingu fésekta vegna skorts á fangarýmum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×