Enski boltinn

Ríkasti maður Afríku vill kaupa Arsenal

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Dangote sagðist í fyrra ætla að reka Arsene Wenger kæmist hann til valda hjá Arsenal.
Dangote sagðist í fyrra ætla að reka Arsene Wenger kæmist hann til valda hjá Arsenal. vísir/getty
Aliko Dangote, ríkasti maður Afríku, vill kaupa enska úrvalsdeildarliðið Arsenal innan 3-4 ára.

Dangote, sem er 59 ára gamll Nígeríumaður, er stofnandi og stjórnarformaður Dangote Cement, stærsta sementsframleiðanda Afríku. Eignir hans eru metnar á 8,3 milljarða punda.

Dangote er mikill stuðningsmaður Arsenal og reyndi að kaupa hlut í félaginu fyrir sex árum. Í fyrra lýsti hann því svo yfir að hann ætlaði að reka knattspyrnustjórann Arsene Wenger ef hann næði að kaupa félagið.

Dangote segist þurfa að einbeita sér að öðrum verkefnum á næstunni en hann stefnir að því að kaupa Arsenal á næstu 3-4 árum.

„Ég vil kaupa Arsenal og snúa gengi liðsins við. Ég hef verið farsæll í viðskiptum og ég held að geti líka rekið félag sem gengur vel,“ sagði Dangote.

Ef honum tekst ætlunarverk sitt, að kaupa Arsenal, verður hann fyrsti afríski eigandinn í ensku úrvalsdeildinni.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×