Ríflegur meirihluti Reykvíkinga vill aðild að ESB Heimir Már Pétursson skrifar 3. febrúar 2015 19:45 Stuðningur við aðild Íslands að Evrópusambandinu hefur aukist og munar nú aðeins átta prósentustigum á milli þeirra sem vilja aðild og þeirra sem eru á móti henni, andstæðingum aðildar í hag. Þá er meirihluti þjóðarinnar á móti því að aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu verði dregin til baka. Capacent Gallup kannaði hug fólks á kosningaaldri til annars vegar aðildar Íslands að Evrópusambandinu og hins vegar til þess hvort draga ætti umsókn um aðild til baka fyrir Já Ísland dagana 22. til 29. janúar. Mjög dregur saman með fylkingum, því 53,8 prósent segjast munu greiða atkvæði gegn aðild að sambandinu í þjóðaratkvæðagreiðslu en 46,2 prósent segjast muna samþiggja aðild. Aðeins munar 8 prósentustigum á fylkingunum og hefur stuðningurinn við aðild aldrei mælst meiri, að sögn Jóns Steindórs Valdimarssonar formanns Já Ísland. Þetta kemur Össuri Skarphéðinssyni fyrrverandi utanríkisráðherra ekki á óvart. „Það hefur verið mikil umræða um Evrópusambandið og menn hafa kynnt sér það í þaula og komist að þeirri niðurstöðu að Íslandi sé betur borgið þar heldur en utan. En síðan er ég þeirrar skoðunar að þegar samningur liggur fyrir í fyllingu tímans muni menn sjá að það er mjög farsælt fyrir Ísland að ganga í Evrópusambandið margra hluta vegna,“ segir Össur. Þegar spurt er hvort fólk sé hlynt eða andvígt því að íslensk stjórnvöld dragi aðildarumsókn Íslands til baka, segjast 53,2 prósent vera andvíg því, 35,7 prósent vilja draga umsóknina til baka en 11,1 prósent svöruðu hvorki né. Það kemur ekki á óvart að stuðningur við að draga umsóknina til baka er mestur meðal kjósenda stjórnarflokkanna, 70 prósent framsóknarmanna og 59 prósent sjálfstæísmanna. Þó eru 28 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins á móti því og mikill meirihluti þeirra sem kjósa stjórnarandstöðuflokkanna vill ekki draga umsóknina til baka. Vilhjálmur Bjarnason einn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í utanríkismálanefnd segir andstöðuna við riftun viðræðna í flokknum komi ekki á óvart. Stuðningurinn við að klára viðræðurnar og aðild sé mikill bæði meðal sjálfstæðismanna í röðum atvinnurekenda og innan verkalýðshreyfingarinnar. „Að uppfylltum vissum skilyrðum. En hins vegar kemur líka fram í þessari könnun að það eru dálítið mikil skipti milli höfuðborgar landsbyggðar og það kannski kemur mér á óvart. Vegna þess að landsbyggðarkaflarnir, sem eru þá landbúnaður og sjávarútvegur, hafa aldrei verið ræddir. Þannig að menn vita ekkert hvað þeir eru að tala um,“ segir Vilhjálmur. Þannig segjast 61 prósent kjósenda í Reykjavík munu kjósa með aðild að sambandinu, 47 prósent kjósenda í nágrannasveitarfélögum borgarinnar en 30 prósent íbúa annarra sveitarfélaga eru fylgjandi aðild að ESB. Þá eykst stuðningur við aðild eftir því sem menntun fólks er meiri og tekjurnar hærri. Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Fleiri fréttir Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Sjá meira
Stuðningur við aðild Íslands að Evrópusambandinu hefur aukist og munar nú aðeins átta prósentustigum á milli þeirra sem vilja aðild og þeirra sem eru á móti henni, andstæðingum aðildar í hag. Þá er meirihluti þjóðarinnar á móti því að aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu verði dregin til baka. Capacent Gallup kannaði hug fólks á kosningaaldri til annars vegar aðildar Íslands að Evrópusambandinu og hins vegar til þess hvort draga ætti umsókn um aðild til baka fyrir Já Ísland dagana 22. til 29. janúar. Mjög dregur saman með fylkingum, því 53,8 prósent segjast munu greiða atkvæði gegn aðild að sambandinu í þjóðaratkvæðagreiðslu en 46,2 prósent segjast muna samþiggja aðild. Aðeins munar 8 prósentustigum á fylkingunum og hefur stuðningurinn við aðild aldrei mælst meiri, að sögn Jóns Steindórs Valdimarssonar formanns Já Ísland. Þetta kemur Össuri Skarphéðinssyni fyrrverandi utanríkisráðherra ekki á óvart. „Það hefur verið mikil umræða um Evrópusambandið og menn hafa kynnt sér það í þaula og komist að þeirri niðurstöðu að Íslandi sé betur borgið þar heldur en utan. En síðan er ég þeirrar skoðunar að þegar samningur liggur fyrir í fyllingu tímans muni menn sjá að það er mjög farsælt fyrir Ísland að ganga í Evrópusambandið margra hluta vegna,“ segir Össur. Þegar spurt er hvort fólk sé hlynt eða andvígt því að íslensk stjórnvöld dragi aðildarumsókn Íslands til baka, segjast 53,2 prósent vera andvíg því, 35,7 prósent vilja draga umsóknina til baka en 11,1 prósent svöruðu hvorki né. Það kemur ekki á óvart að stuðningur við að draga umsóknina til baka er mestur meðal kjósenda stjórnarflokkanna, 70 prósent framsóknarmanna og 59 prósent sjálfstæísmanna. Þó eru 28 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins á móti því og mikill meirihluti þeirra sem kjósa stjórnarandstöðuflokkanna vill ekki draga umsóknina til baka. Vilhjálmur Bjarnason einn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í utanríkismálanefnd segir andstöðuna við riftun viðræðna í flokknum komi ekki á óvart. Stuðningurinn við að klára viðræðurnar og aðild sé mikill bæði meðal sjálfstæðismanna í röðum atvinnurekenda og innan verkalýðshreyfingarinnar. „Að uppfylltum vissum skilyrðum. En hins vegar kemur líka fram í þessari könnun að það eru dálítið mikil skipti milli höfuðborgar landsbyggðar og það kannski kemur mér á óvart. Vegna þess að landsbyggðarkaflarnir, sem eru þá landbúnaður og sjávarútvegur, hafa aldrei verið ræddir. Þannig að menn vita ekkert hvað þeir eru að tala um,“ segir Vilhjálmur. Þannig segjast 61 prósent kjósenda í Reykjavík munu kjósa með aðild að sambandinu, 47 prósent kjósenda í nágrannasveitarfélögum borgarinnar en 30 prósent íbúa annarra sveitarfélaga eru fylgjandi aðild að ESB. Þá eykst stuðningur við aðild eftir því sem menntun fólks er meiri og tekjurnar hærri.
Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Fleiri fréttir Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Sjá meira