Innlent

Reyna að fá eintök af Charlie Hebdo í Eymundsson

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Teiknarinn Renald Luzier, eða Luz, heldur hér á eintaki af blaði morgundagsins.
Teiknarinn Renald Luzier, eða Luz, heldur hér á eintaki af blaði morgundagsins. Vísir/AFP
Unnið er að því að fá eintök af næsta tölublaði Charlie Hebdo í verslanir Eymundsson hér á landi. „Við erum að reyna að fá eintök en það gengur mjög erfiðlega,“  segir Ragnar Veigar Guðmundsson, vörustjóri tímarita hjá Pennanum/Eymundsson. „Þeir gátu ekki lofað okkur því en lofuðu að reyna.“

Fyrirspurnir hafa borist starfsmönnum Eymundsson um blaðið. „Við verðum vör við áhuga á blaðinu,“ segir Ragnar. Upplagið hefur verið stækkað talsvert en þrjár milljónir eintaka verða prentaðar af blaðinu í næstu útgáfu. Venjulega er upplagið innan við 60 þúsund eintök.

Búið er að birta forsíðu næsta tölublaðs en á henni er teikning af Múhameð spámanni haldandi á skilti með orðunum „Je Suis Charlie“. Sama setning hefur verið táknmynd mótmæla í kjölfar hryðjuverkaárásarinnar á skrifstofur blaðsins í síðustu viku en hún þýðir „Ég er Charlie“.

Á forsíðunni stendur einnig „Tout est pardonne“ eða „Allt er fyrirgefið“.

Tímaritið kemur út á morgun í fyrsta skipti frá því að ráðist var á skrifstofur blaðsins. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×