Tónlist

Reykjavíkurdætur frumsýna nýtt myndband: Stelpur mega gera meira en strákar

Stefán Árni Pálsson skrifar
Flott myndband frá stelpunum í Reykjavíkurdætrum.
Flott myndband frá stelpunum í Reykjavíkurdætrum. vísir
Reykjavíkurdætur frumsýna í dag myndband við lagið FANBOIS hér á Lífinu.  Lagið kemur í kjölfar fjölmiðlafársins síðastliðnu misseri.

Í samtali við Reykjavíkurdætur segja þær að tilgangur lagsins sé meðal annars að sýna fram á að stelpur megi gera það sem strákar mega ekki gera.

„Vegna tvöfaldra siðgæða er mismunandi merking lögð í suma hluti eftir kyni. Þar sem það er mun minna af ofbeldisfullu tali kvenna í garð karla þá hefur það öðruvísi áhrif og aðra merkingu en ef karlar gerðu það sama. Á meðan það er misrétti þá hefur kyn áhrif á merkingu hluta.“

Þær spyrja í laginu hvort ofbeldisfullt tal kvenna í garð karla hafi alvarleg neikvæð áhrif eða sé það valdeflandi?

Textann við lagið samdi Anna Tara Andrésdóttir ásamt bróður sínum Alex Michael Green en hann leikstýrði einnig og pródúseraði myndbandinu ásamt Alexander Hrafni Ragnarssyni en þeir reka saman fyrirtækið ,,JIVO”. Bjarki Hallbergsson er taktsmiður lagsins.


Tengdar fréttir

Ágreiningur um útgöngu Ágústu Evu

Meðan margir telja Ágústu Evu hafa rétt lágmenningu maklega fingurinn telja margir Silvíu Nótt ekki trúverðuga í slíkri gagnrýni.

Reykjavíkurdætur í sama flokki og Megas, Bubbi og Björk

Gísli Marteinn Baldursson, stjórnandi Vikunnar, segir atriði Reykjavíkurdætra í þætti sínum skipa sér í sveit með öðrum ögrandi listamönnum og að saga okkar væri fátækari hefðu sambærileg atriði ekki fengið að sjást.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×