Innlent

Réðust á konu úti á götu og rifu af henni sokkabuxurnar

Vestmannaeyjar.
Vestmannaeyjar.
Lögreglan í Vestmannaeyjum leitar tveggja karlmanna sem réðust á tæplega tvítuga konu út á götu snemma á sunnudagsmorgun og áreittu hana kynferðislega. Konan komst undan mönnunum, sem hún telur að hafi verið af erlendum uppruna. Áður hafði mönnunum tekist að rífa sokkabuxurnar af konunni.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Vestmannaeyjum telur konan að mennirnir hafi verið á þrítugsaldri. Þeir eru um 180 sentimetrar á hæð. Annar er með stutt rakað hár. Hann var klæddur í hettupeysu en hinn var í skyrtu.

Árásin átti sér stað á Hásteinsvegi á milli 5 og 6 um morguninn. Hafi einhver upplýsingar um málið er sá hinn sami beðinn um að hafa samband við lögregluna í Vestmannaeyjum í síma 481 1665.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×