Innlent

Reðasafnið vill búrhvalsreðinn

Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar
Búrhvalir eru stærstir tannhvala. Einungis tarfar sem illa gengur með hitt kynið koma hingað til lands.
Búrhvalir eru stærstir tannhvala. Einungis tarfar sem illa gengur með hitt kynið koma hingað til lands. mynd/Jón Guðbjörn Guðjónsson
Hið íslenzka reðasafn hefur óskað eftir því við landeigendur á Finnbogastöðum í Trékyllisvík að fá reðurinn af búrhvalnum sem rak á fjörur þar í landinu.

Sigurður Hjartarson, stofnandi safnsins, segir að ekkert svar hafi borist enn. Hann segir að allir þeir búrhvalir sem hingað rekur séu tarfar. „Þetta eru þeir sem ekki hefur tekist að koma sér upp kvennabúri, þeir koma hingað,“ segir hann.

Það er því greinilegt að reðurinn ætti ekki að vera illa farinn af óhóflegri notkun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×