Innlent

Rán í Breiðholti: Þrír hettuklæddir menn réðust inn í verslun

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Málið til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.
Málið til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/HARI
Þrír hettuklæddir karlmenn réðust inn í verslun Iceland í Arnarbakka í Breiðholti um klukkan sex í morgun. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni réðust mennirnir þrír inn í verslunina og ógnuðu starfsmanni með sprautunál.

Mennirnir bundu starfsmanninn niður og höfðu á brott með sér um fimmtíu þúsund krónur í peningum og nokkra sígarettupakka.

Stöðvarstjóri lögreglunnar í Breiðholti segir að skýrar upptökur séu til af ráninu en að rannsókn málsins sé á frumstigi. Hann vildi ekki tjá sig um hvort mennirnir, sem sagðir eru á tvítugs og þrítugsaldri, þekktust á myndunum.

Starfsmaðurinn náði að losa sig sjálfur og hlaut ekki áverka.



Veist þú meira um málið? Sendu okkur póst á ritstjorn@visir.is.

Uppfært klukkan 12.12 með frekari upplýsingum frá lögreglu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×