Innlent

Rafn víkur úr hverfisráði Breiðholts

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Rafn Einarsson baðst lausnar frá setu sem áheyrnarfulltrúi í hverfisráði Breiðholts.
Rafn Einarsson baðst lausnar frá setu sem áheyrnarfulltrúi í hverfisráði Breiðholts. vísir/framsóknarflokkurinn/gva
Rafn Einarsson hefur sagt sig frá trúnaðarstörfum fyrir Framsókn og flugvallarvini í borginni og óskað eftir lausn frá setu sem áheyrnarfulltrúi í hverfisráði Breiðholts. Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir borgarfulltrúi tekur sæti hans. Ákvörðun þessi var tekin á fundi flokksins í hádeginu í dag.

Greint var frá því í morgun að Rafn hefði látið afar þung orð falla um múslima á Íslandi að undanförnu. Óskaði hann meðal annars þess að þeim yrði vísað úr landi, eða „til Sádí Arabíu“ eins og hann orðaði það.

Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina, sagði í samtali við Vísi að hún hefði ekki haft vitneskju um skoðanir Rafns. Þær væru ekki í samræmi við stefnu flokksins og boðaði því til fundar með Rafni. „Mér finnst ummæli Rafns bara skelfileg. Ég er algjörlega ósammála þeim og er mjög reið yfir þessum ummælum,“ sagði Guðfinna í morgun.

Samband ungra framsóknarmanna ályktaði um málið í kjölfarið og fordæmdi ummælin.


Tengdar fréttir

Ungir framsóknarmenn fordæma ummælin

Stjórn sambands ungra framsóknarmanna segja ummæli Rafns Einarssonar áheyrnarfulltrúa flokksins fara þvert gegn stefnu flokksins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×