Innlent

Ræðir við sjálfan sig fyrir 20 árum

Myndband sem kvikmyndagerðarmaður frá Maine í Bandaríkjunum hefur birt á myndbandavefsíðunni YouTube fer nú eins og eldur um sinu á veraldarvefnum. Í myndskeiðinu ræðir maðurinn við sjálfan sig þegar hann var 12 ára gamall.

Jeremiah McDonald skeytti saman myndbandi sem hann tók á sínum yngri árum við myndskeið sem hann tók af sjálfum sér fyrir stuttu — þá 32 ára gamall.

McDonald er kvikmyndagerðarmaður, leikari og framleiðandi. Myndbandið hefur vakið gríðarlega athygli en horft hefur verið á það rúmlega 1.6 milljónum sinnum.

Myndbandið þykir afar áhugavert enda gerir McDonald óspart grín af sjálfum sér. Fátt virðist þó hafa breyst á þessum 20 árum. Yngri og eldri útgáfan hefur enn gaman af Star Wars og breska sjónvarpsþættinum Doctor Who.

Hægt er að sjá myndbandið hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×