Ráðherra telur flókið fyrir einkaaðila að rukka ferðamenn á Geysi Heimir Már Pétursson skrifar 29. október 2013 13:50 „Best væri að við gætum hafið gjaldtöku strax næsta sumar. En ég hef ítrekað það hvar sem ég hef rætt þessi mál, að við munum ekki fórna vandvirkninni og samstöðunni við vinnuna fyrir tímasetninguna.“ Ragnheiður Elín Árnadóttir ráðherra ferðamála telur að það verðir flókið fyrir landeigendur á Geysi að innheimta sjálfir gjald af ferðamönnum þar sem ríkið eigi hluta af landinu í Haukadal. Best væri að allir ferðamannastaðir yrðu með í náttúrupassa sem ráðherra vonar að verði að lögum snemma á næsta ári. Garðar Eiríksson ritari Geysis ehf, félags landeigenda á geysissvæðinu, sagði í fréttum okkar í gær að félagið hyggðist sjálft leggja gjald á gesti við Geysi til að standa undir 500 milljóna nauðsynlegum framkvæmdum við Geysi. Hann gaf ekki mikið fyrir náttúrupassann sem ferðamálaráðherra vinnur nú að. Hún vonast hins vegar til að aðilar nái saman um náttúrupassann. „Við erum að hefja þar vinnu sem m.a. felst í miklu samráði við hagsmunaaðila, hvort sem það eru aðilar í greininni eða landeigendur og höfum verið í ágætu samtali við Landeigendafélag Íslands,“ segir Ragnheiður Elín. Hún vilji því ekki útiloka fyrr en á reyni að ekki verði hægt að ná samkomulagi við landeigendur. Það sé mjög aðkallandi að bæta aðstöðu á ferðamannastöðum um allt land. Það eigi eftir að útfæra hvernig fjármagni verði deilt á milli staða. En landeigendur við Geysi segjast þurfa hálfan milljarð. „Ég get ekki lofað á þessu stigi máls hversu mikið hver fær. Það er seinni tíma mál. En markmiðið er klárlega að tryggja fjármagn,“ segir ráðherra. Verkefnið sé að vernda náttúruna á fjölförnum stöðum, dreifa álaginu með því að fjölga ferðamannastöðum og tryggja öryggi ferðamanna. Því sé mikilvægt að hafa sem flesta með í verkefninu.En ef Geysismenn ákveða engu að síður að fara fram með þessa gjaldtöku, er þá eitthvað sem getur stoppað það? „Ef þeir hafa lagalegar heimildir til þess er það ekki ætlun mín að fara að banna fólki að fara að rukka inn á sitt eigið land. Eignarhaldið á Geysi er hins vegar mjög flókið. Þar eru það landeigendur, einkaaðilar, og ríkið sem eiga þetta saman. Þannig að það gæti orðið helst til flókið í útfærslu,“ segir Ragnheiður Elín. En vonandi finnist sameiginlegur flötur. Ragnheiður Elín vonar að smíði frumvarpsins ljúki nú á haustmánuðum og frumvarp verði lagt fyrir Alþingi í upphafi næsta árs. „Best væri að við gætum hafið gjaldtöku strax næsta sumar. En ég hef ítrekað það hvar sem ég hef rætt þessi mál, að við munum ekki fórna vandvirkninni og samstöðunni við vinnuna fyrir tímasetninguna. En það er öllum ljóst og þessar fréttir frá Geysi sýna það enn og aftur, að þetta er mjög aðkallandi verkefni,“ segir Ragnheiður Elín Árnadóttir, ráðherra ferðamála. Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Sjá meira
Ragnheiður Elín Árnadóttir ráðherra ferðamála telur að það verðir flókið fyrir landeigendur á Geysi að innheimta sjálfir gjald af ferðamönnum þar sem ríkið eigi hluta af landinu í Haukadal. Best væri að allir ferðamannastaðir yrðu með í náttúrupassa sem ráðherra vonar að verði að lögum snemma á næsta ári. Garðar Eiríksson ritari Geysis ehf, félags landeigenda á geysissvæðinu, sagði í fréttum okkar í gær að félagið hyggðist sjálft leggja gjald á gesti við Geysi til að standa undir 500 milljóna nauðsynlegum framkvæmdum við Geysi. Hann gaf ekki mikið fyrir náttúrupassann sem ferðamálaráðherra vinnur nú að. Hún vonast hins vegar til að aðilar nái saman um náttúrupassann. „Við erum að hefja þar vinnu sem m.a. felst í miklu samráði við hagsmunaaðila, hvort sem það eru aðilar í greininni eða landeigendur og höfum verið í ágætu samtali við Landeigendafélag Íslands,“ segir Ragnheiður Elín. Hún vilji því ekki útiloka fyrr en á reyni að ekki verði hægt að ná samkomulagi við landeigendur. Það sé mjög aðkallandi að bæta aðstöðu á ferðamannastöðum um allt land. Það eigi eftir að útfæra hvernig fjármagni verði deilt á milli staða. En landeigendur við Geysi segjast þurfa hálfan milljarð. „Ég get ekki lofað á þessu stigi máls hversu mikið hver fær. Það er seinni tíma mál. En markmiðið er klárlega að tryggja fjármagn,“ segir ráðherra. Verkefnið sé að vernda náttúruna á fjölförnum stöðum, dreifa álaginu með því að fjölga ferðamannastöðum og tryggja öryggi ferðamanna. Því sé mikilvægt að hafa sem flesta með í verkefninu.En ef Geysismenn ákveða engu að síður að fara fram með þessa gjaldtöku, er þá eitthvað sem getur stoppað það? „Ef þeir hafa lagalegar heimildir til þess er það ekki ætlun mín að fara að banna fólki að fara að rukka inn á sitt eigið land. Eignarhaldið á Geysi er hins vegar mjög flókið. Þar eru það landeigendur, einkaaðilar, og ríkið sem eiga þetta saman. Þannig að það gæti orðið helst til flókið í útfærslu,“ segir Ragnheiður Elín. En vonandi finnist sameiginlegur flötur. Ragnheiður Elín vonar að smíði frumvarpsins ljúki nú á haustmánuðum og frumvarp verði lagt fyrir Alþingi í upphafi næsta árs. „Best væri að við gætum hafið gjaldtöku strax næsta sumar. En ég hef ítrekað það hvar sem ég hef rætt þessi mál, að við munum ekki fórna vandvirkninni og samstöðunni við vinnuna fyrir tímasetninguna. En það er öllum ljóst og þessar fréttir frá Geysi sýna það enn og aftur, að þetta er mjög aðkallandi verkefni,“ segir Ragnheiður Elín Árnadóttir, ráðherra ferðamála.
Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Sjá meira